Það er teflt í Framsúnarhúsinu í Húsavík

Smári Sigurðsson, Jakob Sævar Sigurðsson og Hjörleifur Halldórsson eru efstir með 3 vinninga þegar 4 umferðir hafa verið tefldar á Skákþingi Goðans sem nú stendur yfir á Húsavík. Óvænt úrslit litu dagsins ljós í fyrstu umferð. Hannibal Guðmundsson sem er að taka þátt í sínu fyrsta reiknaða skákmóti, vann Karl Steingrímsson í fyrstu umferð og Arnar Logi Kjartansson úr Breiðabliki, vann hinn þrautreynda Sigurð Daníelsson. Í hinum umferðunum má segja að úrslitin hafi verið nokkuð eftir bókinni.

Í gær voru tefldar atskákir. Í dag verða tefldar tvær kappskákir og mótinu lýkur með einni atskák á morgun.

- Auglýsing -