Davíð vann Benedikt Þórisson í fyrstu umferð. Mynd: RS

Alþjóðlegi meistarinn Davíð Kjartansson (2326) er efstur á Brim-mótinu þegar fjórum umferðum er lokið. Davíð hefur fullt hús vinninga. Hefur unnið allar fjórar skákirnar. Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson (2440), Haraldur Haraldsson (1925) og Símon Þórhallsson (2222) hafa 3,5 vinninga.

Tefld var atskák í gær. Í dag verða tefldar tvær kappskákir og mótinu lýkur með einni slíkri á morgun.

Töluvert var um óvænt úrslit í gær. Matthías Björgvin Kjartansson (1301) vann Pétur Pálma Harðarson (2086), Lenka Ptácníková (2130) vann Vigni Vatnar Stefánsson (2314) og Haraldur Haraldsson (1925) gerði jafntefli við Helga Áss Grétarsson (2440).

 

- Auglýsing -