Jakob Sævar með bikarinn í dag! Mynd: HA

Jakob Sævar Sigurðsson varð Skákmeistari Goðans 2021 þegar hann lagði Karl Steingrímsson í lokaumferð Skákþingsins sem var tefld í dag. Jakob fékk 5,5 vinninga í mótinu.

Smári Sigurðsson varð í öðru sæti með 5 vinninga ásamt Hjörleifi Halldórssyni og meistari síðustu tveggja ára, Rúnar Ísleifsson, varð í þriðja sæti með 4 vinninga ásamt Karli Steingrímssyni. Hjörleifur, Karl, Arnar Logi og Mikael kepptu sem gestir í mótinu.

Kristján Ingi Smárason varð efstur í U-16 ára flokki með 2 vinninga.

 

- Auglýsing -