Séð yfir mótsstaðinn. Mynd: RS

Alþjóðlegi meistarinn Davíð Kjartansson (2326) er efstur með 5½ á Brim-mótinu þegar sex umferðum af sjö er lokið. Davíð hefur aðeins leyft jafntefli gegn stórmeistaranum Helga Áss Grétarssyni (2440).

Helgi er í 2.-3. sæti með 5 vinninga ásamt FIDE-meistaranum Vigni Vatnar Stefánssyni (2314). Símon Þórhallsson (2222) og Alexander Oliver Mai (2153) eru í 4.-5. sæti með 4½ vinning.

Lokaumferðin hefst kl. 11. Þá mætast Vignir og Davíð, Símon og Helgi Áss og Örn Leó Jóhannsson og Alexander Oliver.

 

- Auglýsing -