Davíð vann Vigni í lokaumferðinni.

Annað mótið í mótaröð Brim fór fram um helgina í félagsheimili TR. Á ýmsu gekk að halda mótið og þurfti að fresta því tvisvar áður en tókst loks að halda það í lok febrúar. Skákmenn létu ekki smá hristing um helgina hafa áhrif á sig!

Alþjóðlegi meistarinn Davíð Kjartansson (2326) var í miklu stuði og hlaut 6½ vinning í skákunum sjö. Vann Vigni Vatnar Stefánsson (2314) í fórnarskák í lokaumferðinni. Símon Þórhallsson (2222), sem vann Helga Áss Grétarsson (2440) í lokaumferðinni varð annar. Helgi Áss, Lenka Ptácníková (2130) Vignir Vatnar, Alexander Oliver Mai (2153) urðu í 3.-6. sæti.

Lokastöðuna má finna á Chess-Results. 

Eftir lokaumferðina fór fram hraðskákmót og þar fór Vignir Vatnar mikinn og vann með yfirburðum. Feðgarnir Jóhann Ingvason og Örn Leó Jóhannsson urðu í 2.-4. sæti ásamt Braga Halldórssyni.

Lokastaðan á Chess-Results.

Mótshaldarar eiga sjálfsagt eftir að gera mótinu betri skil en hér eru gerð.

Heimasíða TR

- Auglýsing -