Skákþing Kópavogs fer fram 4.-6. mars og fer fram í Stúkunni við Kópavogsvöll. Þátttaka verður takmörkuð við 56 keppendur. Skráningarfrestur lýkur klukkan 12:00 í dag (fimmtudag 4. mars).

Tefldar verða 7 umferðir (4 atskákir og 3 kappskákir) eftir svissnesku kerfi.

Dagskrá

Fimmtudagur 4. mars klukkan 18:00
1.-.4. umferð. Atskákir með tímamörkum 15+5

Föstudagur 5. mars klukkan 19:00
5. umferð, kappskák með tímamörkunum 90+30

Laugardagurinn 6. mars klukkan 11:00
6. umferð, kappskák með tímamörkunum 90+30

Laugardagurinn 6. mars klukkan 17:00
7. umferð, kappskák með tímamörkunum 90+30

Engar yfirsetur/bye leyfðar.

Verðlaun verða eftirfarandi:

Aðalverðlaun

  1. 50.000 kr.
  2. 30.000 kr.
  3. 20.000 kr.

Aukaverðlaun:

  • Besta frammistaða miðað við eigin stig (u2000): 10.000 kr.
  • Besta frammistaða miðað við eigin stig (u1600): 10.000 kr.
  • Besta frammistaða miðað við eigin stig (u1200): 10.000 kr.
  • Besta frammistaða miðað við eigin stig (stigalausir): 10.000 kr.

Keppandi getur aðeins hlotið ein verðlaun. Verðlaunum verður skipt eftir oddastigum.

Oddastig (tiebreaks): 1. Buchholz (-1) 2. Buchholz 3. Innbyrðis úrslit 4. Sonneborn-Berger 5. Oftar svart.

Ef keppandi mætir 30 mínútum eða meira eftir upphaf kappskáka tapast skákin.

Þáttökugjöld:

Fyrir 18 ára og eldri 2000 kr.

Frítt fyrir yngri 17 ára og yngri og félagsmenn Skákdeildar Breiðabliks.

Keppt er um titilinn Skákmeistari Kópavogs 2021, og hlýtur sá keppandi sem verður efstur þeirra sem eiga lögheimili í Kópavogi (farið eftir oddastigum ef jafnt), eða eru félagsmenn í Skákdeild Breiðabliks, titilinn og farandbikar til varðveislu í eitt ár.

Skráning hér

Skráðir keppendur hér

Mótið á Chess-Results

- Auglýsing -