Séð yfir öðlingamótið. Mynd: Heimasíða TR.

Þriðja umferð Skákmóts öðlinga fór fram í gærkvöldi. Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson (2440) og Þorvarður Fannar Ólafsson (2118) eru efstir og jafnir með fullt hús. Helgi vann Lenku Ptácníková (2130) en Þorvarður lagði Jóhann H. Ragnarsson (1935) að velli.

Jóhann Ingvason (2186), Magnús Pálmi Örnólfsson (2180) og Haraldur Haraldsson (1925) eru í 3.-5. sæti með 2½ vinning.

Fjórða umferð fer fram nk. miðvikudagskvöld.

 

- Auglýsing -