Keppendur þurftu að koma sjálfir með eigin veitingar. Björn Þorfinnsson tók það alla leið og mætti með kaffivél.
Björn er ekki bara snjall skákmaður heldur einnig snjall við kaffivélina.

Alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson (2388) og Hlíðar Þór Hreinsson (2210) eru efstir og jafnir á Skákþingi Kópavogs að loknum fjórum fyrstu umferðunum þar sem tefldar voru atskákir. Tíu skákmenn hafa 3 vinninga!

Fimmta umferð verður tefld í kvöld og þá verður tefld kappskák. Þá mætast Hlíðar og Björn. Mótinu lýkur með tveimur kappskákum á laugardaginn.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 2001 að Skákþing Kópavogs fer fram! Haraldur Baldursson er núverandi skákmeistari Kópavogs. Hefur haldið þeim titli í 20 ár!

 

- Auglýsing -