Síðasta netmótið í mótaröð Víkingaklúbbsins: Minnt er á Föstudags(langa) Páskamót Víkingaklúbbsins í kvöld kl 20.00. Telfdar verða 9 umferðir með umhugsunartímanum 5 plús 0 (ekki arena að þessu sinni). Þrír efstu keppendur fá páskaegg (nr 5, 4 og 3) auk nokkra aukaverðlauna sem verða tilkynnt þegar nær dregur.
Síðasta föstudag var Páskamót Víkingaklúbbsins hið fyrra haldið. Arenamót með tímamörkunum 5 plús 0. Davíð Kjartansson sigraði, en annar varð Gauti Páll og þriðji varð Róbert Lagerman. Aukaverðlaun hlutu: Birkir Hallmundarson (U10), Lenka (kvenna), Mikael Bjarki (U15), Kristján Halldórsson (U2000), Davíð Kj (efstur Víkinga), Stefán Þór og Gunnar Fr. Þrjátíu keppendur tóku þátt.
- Auglýsing -