Sigurður Daníelsson vann sigur á Páskaatskákmóti Goðans 2021 sem fram fór laugardaginn 27. mars. Sigurður og Smári Sigurðsson fengu 5,5 vinninga úr 7 skákum, en Sigurður varð örlítið hærri á oddastigum og hreppti því fyrsta sætið. Jakob Sævar Sigurðsson varð svo í þriðja sæti með 5 vinninga. 11 keppendur tóku þátt í mótinu, þar af einn búsettur á Spáni og þar sem mótið var á netinu gat hann verið með.

Mótið átti að fara fram í Framsýnarsalnum yfir borðið þennan sama dag, en vegna sóttvarnar ráðstafana var ákveðið að færa mótið yfir á Tornelo vefinn sem við þekkjum svo vel og höfum notað mikið í vetur.

Af heimasíðu Hugins

Lokastaðan á Tornelo

- Auglýsing -