Vegna samkomutakmarkana var ekki hægt að halda Páskaeggjamót Skákfélags Akureyrar í Skákheimilinu eins og auglýst hafði verið. Var þá brugðið á það ráð að flytja mótið yfir á Netið og var teflt á skákmótaþjóninum Tornelo. Að venju voru páskaegg í verðlaun, í þetta sinn í boði Nóa-Síríus. Mótið var afar jafnt og spennandi; þeir Rúnar og Áskell skiptust á að hafa forystuna en allt fyrir síðustu umferð hafði Rúnar náð vinnings forskoti þegar þeir tveir áttust við. Áskeli tókst að vinna þá skák og náði þar með Rúnari að vinningum. Það gerði líka Jón Kristinn Þorgeirsson, sem tapaði fyrstu tveimur skákum sínum en vann allar eftir það. Keppendur voru alls 14 og má sjá mótstöfluna hér:

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14
1 Áskell Örn Kárason 0 1 1 ½ 1 1 ½ 1 1 1 1 1 1 11
2 Jón Kristinn Þorgeirsson 1 0 1 0 1 1 1 1 1 1 1 1 1 11
3 Rúnar Sigurpálsson 0 1 0 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 11
4 Björn Ívar Karlsson 0 0 1 1 0 1 1 1 1 1 1 1 1 10
5 Elsa María Kristínardóttir ½ 1 0 0 1 1 0 1 1 1 1 1 1
6 Andri Freyr Björgvinsson 0 0 0 1 0 1 1 1 1 1 1 1 1 9
7 Stefán Bergsson 0 0 0 0 0 0 1 1 1 1 1 1 1 7
8 Sigurður Eiríksson ½ 0 0 0 1 0 0 ½ 1 1 1 1 1 7
9 Markús Orri Óskarsson 0 0 0 0 0 0 0 ½ 1 1 1 1 1
10 Jökull Máni Kárason 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 1 1 1 4
11 Sigþór Árni Sigurgeirsson 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 1 1 3
12 Róbert Orri Finnsson 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 1 2
13 Emil Andri Davíðsson 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 1
14 Alexía Lív Hilmisdóttir 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0

Páskaegg voru veitt í verðlaun fyrir fjögur efstu sætin. Einnig þrír efstu keppendur á barnsaldri egg í verðlaun, þeir Markús Orri, Jökull Máni og Sigþór Árni. Þá voru tveir kassar af Nóa-Síríus konfekti dregnir út og fengu þá þau Alexía Lív og Emil Andri.

Af heimasíðu SA.

- Auglýsing -