Birkir mættir í Víkingsheimilið til að taka á móti verðlaununum! Mynd: Facebook-síða Víkingaklúbbsins.

EM áhugamanna í skák er í gangi þessa dagana. A-flokkur (0-1400 skákstig) fór fram síðustu helgi. Sex íslenskir keppendur tóku þátt í undanrásunum á laugardeginum. Fjórum þeirra tókst að vera meðal 250 efstu og komust í úrslitakeppnina sem fram fór á sunnudeginum. Birkir Hallmundarson (1050), sem er aðeins 8 ára, endaði á topp 100 (79. sæti af 250 keppendum) og með þeirri frammistöðu tryggði hann sér þátttökurétt í b-flokki (1401-1700 skákstig).

B-flokkurinn fer fram einmitt fram um næstu helgi og hefst kl. 14 á laugardaginn. Auk Birkis eru Ingvar Wu Skarphéðinsson (1700), Ólafur Guðmarsson (1683), Benedikt Þórisson (1597) og Mikael Bjarki Heiðarsson (1406) skráðir til leiks. Enn er opið fyrir skráningu og má finna skráningarformið hér.

Flokkaskipting

  • A: 1000-1400 skákstig (10.-11. apríl)
  • B: 1401-1700 skákstig (17.-18. apríl)
  • C: 1701-2000 skákstig (24.-25. apríl)
  • D: 2001-2300 skákstig (27.-28. apríl)

Miðað er við kappskákstig 1. apríl 2021.

Dagskrá mótsins er sem hér segir

Fyrirkomulagið er þannig að fyrri daginn eru tefldar undanrásir. Um það bil 250 efstu keppendur ávinna sér rétt til að tefla í úrslitakeppninni. 100 efstu í henni ávinna sér rétt til í flokknum fyrir ofan.

Verðlaun

Þátttökugjöld eru €15. Gegn €20 greiðslu er hægt að tefla í flokkum með stigahærri keppendum.

Nánari upplýsingar um mótið og skráningaform má finna á heimasíðu ECU.

- Auglýsing -