Evrópumót þingmanna í skák sem fram fer á netinu í dag.  Teflt verður í fundarherbergi forsætisnefndar Alþingis. Fyrir hönd Íslands tefla: Brynjar NíelssonKarl Gauti Hjaltason og Páll Magnússon.

Um er að ræða einstaklingskeppni en um leið landskeppni. Hvert land getur sent ótakmarkaðan fjölda þingmenna og telur árangur þeirra þriggja bestu!

Meðal keppenda á mótinu eru stórmeistararnir sterku Loek Van Wely (Hollandi), Victor Bologan (Moldóvu) og Antoneta Stefanova (Búlgaríu), fyrrum heimsmeistari kvenna,  en þau eru þingmenn sinna landa.

Hægt verður að fylgjast með taflmennskunni hér: https://tornelo.com/chess/orgs/europechess/events/european-parliamentary-friendship-online-chess-tournament/divisions/default/standings.

Bein lýsing hér:

https://www.youtube.com/channel/UCLhDbfv_UTHB_zKu5u9nwcw.

 

- Auglýsing -