Mamedyarov vann góðan sigur í gær. Mynd: Lennart Ootes.

Þessa dagana er í gangi í Búkraest í Rúmeníu fyrsta mótið í Grand Chess Tour. Mótið ber nafnið Superbet Chess Classic. Þegar fimm umferðum af níu er lokið eru Wesley So (2770), Alexander Grischuk (2776) og Shakhriar Mamedyarov (2770) efstir og jafnir með 3 vinninga.

Nánar má lesa um mótið á Chess.com.

Frídagur er í dag en mótið heldur áfram á morgun.

- Auglýsing -