Nepo er í öðru sæti. Garry Kasparpov mætti á svæðið og fylgdist með fyrrum samlanda sínum. Mynd: Lennart Ootes.

Atskákhluta Parísar-mótsins í at- og hraðskák lauk í dag. Mótið er hluti af Grand Chess Tour. Wesley So (2770) er efstur eftir atskákina. Hann hlaut 6 vinninga í 9 skákum og fær fyrir það 12 stig. Ian Nepomniachtchi (2792) er annar með 11 stig. Sá sem kom langmest á óvart í atskákinni er heimamaðurinn Etianne Bacrot (2678) sem varð þriðji með 10 stig. Vladimir Kramnik tekur sæti hans í hraðskákhlutanum sem hefst í dag.

Í hraðskákinni er tefld tvöföld umferð. Fyrri hlutinn hefst kl. 12 í dag.

Nánar á Chess.com.

 

- Auglýsing -