Wesley So vann Parísar-mótið. Mynd: Lennart Ootes.

Bandaríkjamaðurinn Wesley So (2770) vann sigur á at- og hraðskákmótinu sem lauk í París í gær. Annar varð Rússinn Ian Nepomniachtchi (2792). Frakkinn Maxime Vachier-Lagrave (2760) og Alireza Firouzja (2759) urðu í 3.-4. sæti. Sá síðarnefndi fór á kostum í hraðskákinni. Vladimir Kramnik (2753) náði sér engan veginn á strik.

Lokastaðan

Nánar á Chess.com.

Næsta mót í Grand Chess Tour fer fram í Zagreb í Króatíu dagana 7.-11. júlí. Þá verður teflt eftir sama fyrirkomulagi og í Paríus. Sjálfur Garry Kasparov mætir þar til leiks.

 

 

- Auglýsing -