Carlsen í lokaumferðinni. Mynd: Lennart Ootes.

Heimsmeistarinn Magnus Carlsen (2855) vann Norway Chess-mótið í þriðja skiptið í röð og fjórða sinn frá upphafi. Í gær hafði hann sigur á Ian Nepomniachtchi (2792) eftir bráðabana. Alireza Firouzja (2754) krækti í annað sæti eftir að hafa lagt Richard Rapport (2760) að velli. Heimsmeistarinn heldur nú til Makedóníu þar sem teflir á EM taflfélaga sem hefst í dag.

Kerfið er þannig að tefld er ein kappskák. Verði jafnt verður tefld bránabanaskák (hraðskák). 3 stig eru gefin fyrir vinning í aðalskákinni, 1,5 stig fyrir sigur eftir bráðabana, 1 stig eftir tap í bráðabana.

Lokastaðan:

 

Nánar á Chess.com 

- Auglýsing -