Hjörvar að tafli á Kviku Reykjavíkurskákmótinu. Mynd: IÞJ

Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2597) er efstur með fullt hús að lokinni þriðju umferð Haustmóts TR sem fram fór í gærkveldi. Hjörvar vann Magnús Pálma Örnólfsson (2211) í gær.

Alþjóðlegi meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2383) er annar með 2½ vinning eftir sigur á Stephan Briem (2095).

Mikael Jóhann Karlsson (2067), Jón Árni Halldórsson (2103) og Dagur Ragnarssson (2376) eru í 3.-5. sæti með 2 vinninga. Allir unnu þeir sínar skákir í gær.

Fjórða umferð fer fram á sunnudaginn og þá mætast meðal annars Dagur-Hjörvar og Mikael-Vignir.

Opinn flokkur

Íraninn Heris Hadi Rezaei (1653) er efstur með fullt hús.

Fimm skákmenn eru í 2.-6. sæti með 2½ vinning en það eru Arnar Milutin Heiðarsson (1916), Kristján Dagur Jónsson (1785), Ingvar Wu Skarphéðinsson (1665), Benedikt þórisson (1636) og Jóhann H. Ragnarsson (1912).

Fjórða umferð fer fram á sunnudaginn.

Mótið á Chess-Results.

Heimasíða TR.

- Auglýsing -