Hjörvar er efstur á Haustmóti TR.

Hjörvar Steinn Grétarsson (2597) vann úrslitaskákina gegn Vigni Vatnari Stefánssyni (2383) í níundu og síðustu umferð Haustmóts TR sem fram fór í gær. Þar með vann Hjörvar Haustmótið með fullu húsi vinninga! Vignir hlaut 7½ vinning sem í venjulega árferðu hefði mjög líklega dugað til sigurs. Lenka Ptácníková (2127) átti mjög gott og endaði í þriðja sæti með 6 vinninga. Tapaði fyrir toppfiskunum en fékk 6 vinninga af 7 mögulegum gegn öðrum keppendum.

Lokastöðu mótsins má finna á Chess-Results. 

Benedikt Briem hækkaði um 60 stig fyrir frammistöðu sína á mótinu, Lenka hækkaði um 43 stig, Mikael Jóhann Karlsson um 26 stig, Hjörvar um 10 stig og Vignir um 9 stig.

Opinn flokkur

Arnar Milutin vann í gær. Mynd: Jón Fjörnir

Sviptingar urðu í lokaumferðinni. Arnar Milutin Heiðarsson (1916) vann flokkinn með 7½ vinningi eftir sigur á Jóhanni Jónssyni (1778) í gær. Með sigrunum tryggir Arnar sér keppnisrétt í a-flokki að ári.

Jóhann H. Ragnarsson (1912) og Brynjar Bjarkason (1543) urðu í 2.-3. sæti með 6½ vinnign. Brynjar vann Kristján Dag Jónsson (1785) en Jóhann tapaði fyrir Iðunni Helgadóttur (1243).  Iðunn var í banastuði á mótinu og endaði í .4-5. sæti með 6 vinninga ásamt Jóhanni Jónssyni (1778).

Iðunn hækkar um 205 skákstig á mótinu sem er með því allra mesta sem ritstjóri hefur séð! Brynjar hækkaði um 106 stig. Aðrir sem hækkuðu um meira en 50 stig voru Jóhann Helgi Hreinsson (+91), Benedikt Þórisson (+77), Adam Omarsson (+68), Árni Ólafsson (+62) og Birkir Hallmundarson (+59).

Lokastaðan á Chess-Results.

Heimasíða TR.

- Auglýsing -