Guðmundur að tafli í fjórðu umferð. Mynd: Heimasíða mótsins.

Stórmeistarinn Guðmundur Kjartansson (2433) er í 5.-12. sæti með 3 vinninga eftir 4 umferðir á alþjóðlega mótinu í Fagranesi í Noregi.

Guðmundur vann í fyrstu umferð, en gerði jafntefli í 2. og 3. umferð. Í fjórðu umferð sem fram fór í gær vann hann þýska FIDE-meistarann Volker Seifert (2246).

Í fimmtu umferð sem fram fer í dag mætir hann tyrkneska stórmeistaranum Vahap Sanal (2585).

68 keppendur taka þátt í efsta flokknum og þar á meðal eru 11 stórmeistarar.  Guðmundur er tólfti í stigaröð keppenda.

- Auglýsing -