Komið hefur í ljós að fyrirhugað kynslóðamót,ÆSKAN OG ELLIN, sem til stóð að halda á sunnudaginn kemur, rekst því miður á við EM Ungmenna í Netskák, sem hefst í dag og stendur í vikutíma. Þar tefla flestir af efnilegustu unglingum landsins.

Því er óhjákvæmilegt annað en að fresta mótinu, Æskunni og Ellinni, sem ákveðið hafi verið að halda á þessum tima fyrir löngu, um amk. hálfan mánuð. Tímasetning þess verður nánar auglýst fljótlega. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að virða þessa breytingu til betri vegar og mæta galvaskir til tafls þegar þar að kemur!

Mótsnefndin.

- Auglýsing -