Guðmundur ásamt öðrum verðlaunahöfum. Mynd: Heimasíða mótsins.

Stórmeistarinn Guðmundur Kjartansson (2433) endaði í 6.-11. sæti á alþjóðlega mótinu í Fagranesi í Noregi sem fram lauk í dag.

Í áttundu umferð sem fram fór í gær gerði hann jafntefli við norska alþjóðlega meistarann Erlend Mikalesen (2373). Í lokaumferðinni sem fram fór í dag lagði hann norska FIDE-meistarann Jens E Ingebretsen (2274) að velli.

Tiger og Erik. Mynd: Heimasíða mótsins.

Gummi er á pari stigalega með frammistöðuna. Sænski stórmeistarinn Tiger Hillarp-Persson (2521) kom grimmur til leiks eftir að hafa tapað fyrir Vigni Vatnari í einvígi og vann mótið ásamt landa sínum Erik Blomqvist (2518).

68 keppendur tóku þátt í efsta flokknum og þar á meðal voru 11 stórmeistarar.  Guðmundur var tólfti í stigaröð keppenda.

- Auglýsing -