Gauti og Vignir. Mynd: ESE

Alþjóðlegi meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2399) vann báðar skákir gærdagsins á afmælismóti ØBRO-skákklúbbins. Vignir hefur því unnið þrjár skákir í röð og er í 3.-5. sæti með 3 vinninga eftir 4 umferðir.

Skákmeistarinn Gauti Páll Jónsson (2045) hefur einnig haft stöðluð úrslit. Hann tapaði í fyrstu umferð en hefur svo gert 3 jafntefli í röð og hefur því 1½ vinning og er í 17.-22. sæti.

Mótinu er framhaldið í dag með fimmtu umferð.

26 keppendur taka þátt í mótinu og þar af 5 stórmeistar. Vignir er áttundi í stigaröð keppenda en Gauti er stigalægstur keppenda.

- Auglýsing -