Íslenski hópurinn. Mynd: GB

Níunda og síðasta umferð EM ungmenna í netskák fór fram í gær. Í hús kom 6½ vinningur. Birkir Hallmundarson (u8), Mikael Bjarki Heiðarsson (u12), Matthías Björgvin Kjartansson (u12), Jóhann Helgi Hreinsson (u12), Guðmundur Orri Sveinbjörnsson (u12) og Ingvar Wu Sharphéðinsson (u14)  unnu. Jósef Omarsson (u10), Adam Omarsson (u14) og Benedikt Briem (u16) gerðu jafntefli.

Mikael Bjarki, Matthías Björgin Kjartansson (u12), Guðrún Fanney Briem , Ingvar Wu og Benedikt fengu flesta vinninga íslensku krakkanna eða 4 vinninga.

Úrslit 9. umferðar

 

Tefld var kappskák og var mótið reiknað til skákstiga. Í fyrsta skipti þar sem Íslendingar tefla netskák sem reiknuð er til alþjóðlegra skákstiga.

Lokaniðurstaðan

Skákstjóri á Íslandi var Kristján Örn Elíasson. Ingvar Þór Jóhannesson hélt utan um tæknimál. Björn Ívar Karlsson og Sæmundur Einarsson aðstoðuðu báðir.

Skákskóli Íslands tryggði það að ávallt væri kennari á vegum Skákskólans til að fara yfir skákirnar með krökkunum. Stórmeistarnir Helgi Ólafsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Guðmundur Kjartansson og Bragi Þorfinnsson fóru yfir skákirnar með krökkunum auk þess sem Ingvar og Björn Ívar gripu inn í yfirferðina reglulega.

Krakkarnir fá mikið hrós fyrir fyrirmundarframkomu á meðan mótinu stóð!

- Auglýsing -