Gauti og Vignir. Mynd: ESE

Alþjóðlegi meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2399) gerði jafntefli við ungverska stórmeistarann Gergely Aczel (2556) í sjöttu umferð alþjóðlega aflmælismóts ØBRO-skákklúbbsins sem fram fór í gær. Vignir er í 2.-3. sæti með 4½ vinning.

Skákmeistarinn ungi Gauti Páll Jónsson (2045) gerði jafntefli venju samkvæmt. Hans fimmta jafntefli í röð. Að þessu sinni gegn Þjóðverjanum Magnus Ermitsch (2086). Gauti er í 15.-21. sæti með 2½ vinning

Sjöunda umferð fer fram í dag. Vignir teflir við móldóvska stórmeistarann Vladimir Hamitevici (2465). Gauti mætir Dananum Dara Sevkan Akdag (2199). Skák Vignis verður í beinni.

26 keppendur taka þátt í mótinu og þar af 5 stórmeistar. Vignir er áttundi í stigaröð keppenda en Gauti er stigalægstur keppenda.

- Auglýsing -