Gauti Páll að tafli í Köben. Mynd: KÓE.

Skákmeistarinn, Gauti Páll Jónsson (2045), vann Danann Dara Sevkan Akdag (2199) í sjöundu umferð afmælismóts ØBRO-skákklúbbsins sem fór í gær. Gauti hafði gert jafntefli í fimm skákum í röð þar á undan. Alþjóðlegi meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2399) tapaði fyrir móldóvska stórmeistaranum Vladimir Hamitevici (2465) eftir að hafa lagt of mikið á stöðuna með mjög vænlega stöðu.

Vignir hefur 4½ vinning og er í 4.-7. sæti. Gauti hefur 3½ vinning og er í 11.-15. sæti.

Áttunda og næstsíðasta umferð fer fram í dag. Vignir teflir við sænska stórmeistarann Stellan Brynell (2431) og Gauti mætir hollenska skákmeistaranum Henrik Porte (2170).

Félagarnir verða báðir í beinni í umferð dagsins sem hefst kl. 12.

26 keppendur taka þátt í mótinu og þar af 5 stórmeistar. Vignir er áttundi í stigaröð keppenda en Gauti er stigalægstur keppenda.

- Auglýsing -