Stórmeistarinn og Íslandsmeistarinn í skák, Hjörvar Steinn Grétarsson (2577) verður meðal keppenda á Grand Swiss mótinu sem fram fer í Riga 27. október- 7. nóvember. Um er að ræða eitt sterkasta opna mót allra tíma en 114 keppendur tefla í opnum flokki.

Hjörvar fékk boðssæti vegna forfalla og barst boð þess efnis í fyrradag.

Útgöngubann ríkir í Lettlandi vegna heimsfaraldurs Covid en sérstök undanþága fékk fyrir mótshaldinu.

Sjá nánar á heimasíðu FIDE. 

Tvö efstu sætin á mótinu gefa keppnisrétt á áskorendamótinu í skák 2022.

Hjörvar verður meðal stigalægstu manna mótsins. Honum til aðstoðar á mótinu verður Guðmundur Kjartansson.

Keppendalistann má finna hér. Athugið að listinn hefur ekki verið uppfærður með nýjustu breytingum og t.d. vantar nafn Hjörvars.

 

Frábært tækifæri fyriri Hjörvar.

Skák.is mun að sjálfsögðu fylgjast vel með mótinu.

- Auglýsing -