Stórmeistararnir Helgi Áss Grétarsson (2476) og Guðmundur Kjartansson (2443) unnu báðir í fimmtu umferð á alþjóðlegs móts í Mallorca á Spáni sem fram fór í gær. Andstæðingarnir voru fremur stigalágir (2094-2120).

Félagarnir hafa 4 vinninga og eru í 3-6. sæti. Sjötta og næstsíðasta umferð fer fram í dag. Guðmundur mætir þú rússneska stórmeistaranum Ruslan Pogorelov (2338) en Helgi mætir Spánverjanum Richard Morros Faura (2231).

Mótið fer fram 22.-28. nóvember. Alls taka 55 skákmenn frá 13 löndum þátt í mótinu og þar af eru fjórir stórmeistarar. Helgi Áss og Guðmundur eru nr. 2 og 3 í stigaröð keppenda.

- Auglýsing -