Annarri skák heimsmeistaraeinvígis Ian Nepomniachtchi (2782) og Magnúsar Carlsen (2855) lauk með jafntefli.

Heimsmeistarinn beitti drottningapeðinu í fyrsta leik og katalönsk byrjun tefld. Rússinn kom á óvart þegar í sjöunda leik þegar hann beitti sjaldgæfum leik.

Nepo lék hérna 7…b5?!

Upp kom afar spennandi staða. Svo fór að heimsmeistarinn fórnaði skiptamuni fyrir sóknarfæri. Nepo hafði um tíma vinningstækifæri og fann ekki bestu leikina. Heimsmeistarinn náði að setja á hann smá pressu en Rússinn leysti hana vel með því fórna skiptamuninum til baka. Í kjölfarið leystist skákin upp í jafntefli sem samið var um eftir 48 leiki.

Staðan er því 1-1. Þriðja skákin hefst kl. 12:30. Þú stjórnar Nepomniachtchi hvítu mönnunum. Alls tefla þeir 14 skákir. Sá vinnur sem fyrr nær 7½ vinningi.

Sjá nánar á Chess.com

 

- Auglýsing -