Adam Omarsson hefur byrjað vel í Teplice.

Adam Omarsson (1742) hefur byrjað afar vel á Teplice-mótinu í Prag. Í fjórðu umferð sem fram fór í gær gerði hann sitt þriðja jafntefli í röð gegn stigahærri andstæðingi. Lenka Ptácníková (2120) vann og hefur 1½ vinning. Jósef Omarsson (1546) tapaði og hefur 1 vinning.

Fimmta umferð fer fram í dag.

Hilmir Freyr Heimisson (2351) og Alexander Oliver Mai (2183) tefla á alþjóðlegu móti í Villorga á Ítalíu. Tvær umferðir fóru fram í gær. Alexander hlaut 1 vinning í skakum gærdagsins en Hilmir Freyr hálfan vinning.

Fjórða umferð fer fram í dag.

- Auglýsing -