Helgi Ólafsson að tafli.

Önnur umferð HM öldungasveita fór fram í gær Acqui Terme á Ítalíu. Sigur vannst á sveit Kanada, 2½-1½. Helgi Ólafsson (2511) og Jón L Árnason (2412) unnu sínar skákir. Margeir Pétursson (2450) gerði jafntefli en Þröstur Þórhallsson (2409) tapaði.

Þriðja umferð fer fram í dag og þá mætir sveit Íslands stigahæstu sveit mótsins, sveit Englands. Þar tefla goðsagnirnar Michael Adams (2690) og Nigel Short (2617) á 1. og 2. borði og munu tefla við Helga og Jóhann. Viðureignin verður sýnd beint og hefst kl. 13.

23 sveitir taka þátt í flokki 50+. Sveit Íslands er sú  fjórða stigahæsta í stigaröð liða.

- Auglýsing -