Ian Nepomniachtchi (2766) virðist vera til alls líklegur á áskorendamótinu í Madrid. Í gær vann hann Alireza Firouzja (2793) í æsilegri skák þar sem íranættaði Frakkinn tefldi Najdorf-afbrigði Sikileyjarvarnar. Rússinn tefldi af miklum krafti og vann skákina.
Öðrum skákum umferðarinnar lauk með jafntefli. Nepo er efstur með 3 vinninga. Firouzja og Ding Liren reka lestina. Eitthvað sem fáir hefðu spáð. Enn eru þó 10 umferðir eftir á mótinu og því má ekki afskrifa þá.
Fimmta umferð fer fram í dag. Þá mætast meðal annars Nakamura og Nepo.
- Heimasíða mótsins
- Beinar útsendingar (heimasíða) – hefjast kl. 13
- Beinar útsendingar (Chess24)
- Auglýsing -