Alexander Oliver Mai skákmeistari TR 2022

Adam Omarsson (1742) heldur áfram að standa sig afar vel á alþjóðlega mótinu í Teplice í Tékklandi. Í fimmtu umferð sem fram fór gær vann hann stigaháan heimmann (2057) og er með 2½ vinning eftir 5 umferðir þrátt fyrir að hafa teflt við stigahærri andstæðinga í öllum umferðum.

Lenka Ptácníková (2120) og Jósef Omarsson (1546) töpuðu bæði. Lenka hefur 2½ vinning en Jósef hefur 1 vinning.

Lenka og Adam mætast í sjöttu umferð sem fram fer í dag!

——

Alexander Oliver Mai (2183) vann indversku skákkonuna Harshita Guddanti (2230) í 4. umferð á alþjóðlegu móti á Ítalíu Treviso í gær. Hilmir Freyr Heimisson (2351) tapaði sinni skák.

Alex hefur 2 vinninga en Hilmir hefur ½ vinning.

Fimmta umferð fer fram í dag.

- Auglýsing -