FIDE-meistarinn Dagur Ragnarsson (2352) og Arnar Milutin Heiðarsson (2020) eru efstir og jafnir með fullt hús að loknum þremur umferðum á Skákþingi Garðabæjar. Jón Eggert Hallsson (1724) er þriðji með 2½ vinning.
Mótið hófst sl. mánudagskvöld þar sem tefldar voru þrjár atskákir. Það bar helst til tíðinda að Dagur vann stórmeistarann Hjörvar Stein Grétarsson (2563) í þriðju umferð.
Alls eru tefldar sjö umferðir og síðustu fjórar umferðirnar eru kappskákir. Í fjórðu umferð, sem fram fer á mánudagskvöldið, mætast meðal annars Dagur-Arnar og Hjörvar-Jón Eggert.
Alls taka 24 skákmenn þátt í mótinu.
- Auglýsing -















