Ný alþjóðleg skákstig komu út í dag, 1. september. Hjörvar Steinn Grétarsson er sem fyrr stigahæsti skákmaður landsins. Aleksandr Domalchuk-Jonasson hækkar mest frá ágúst-listanum og er orðinn FIDE-meistari.

Stigahæstu skákmenn landsins

Hjörvar Steinn Grétarsson (2542) er stigahæsti skákmaður landsins. Í næstu sætum eru Hannes Hlífar Stefánsson (2527) og Henrik Danielsen (2521).

Topp 20

Topp 100

Mestu hækkanir

Aleksandr Domalchuk-Jonasson (+126) hækkaði langmest frá ágúst-listanum. Hann náði 2300 skákstigum og var vegna þess utnefndur FIDE-meistar í gær. Næstir eru Ingvar Wu Skarphéðinsson (+52) og Jón Úlfur Hafþórsson (+50)

Mestu hækkanir (10+)

Allar hækkanir

Stigahæstu skákkonur landsins

Lenka Ptácníková (2051) er stigahæsta skákkona landsins. Í næstu sætum eru Guðlaug Þorsteinsdóttir (2014) og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1969).

Topp 10

Skákkonur með stig

 

Stigahæstu ungmenni landsins

Vignir Vatnar Stefánsson (2452) er sem fyrr langstigahæsta ungmenni landsins. Í næstu sætumm eru Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2300) og Benedikt Briem (2183).

Topp 10

Topp 50

- Auglýsing -