Bragi vann Gauta Pál í gær. Mynd: Daði Ómarsson.

Engar treytingar urðu á toppbaráttunni á Haustmóti TR eftir sjöttu umferð mótsins í gær. Allir efstu menn mótsins unnu sínar skákir. Stórmeistarinn Bragi Þorfinnsson (2408) er efstur með fullt hús, Alexander Oliver Mai (2135) er annar með 5½ vinning og Hjörvar Steinn Grétarsson (2542) þriðji með 5 vinninga. Björn Hólm Birkisson (2108) er fjórði með 4 vinninga og berst um titilinn, skákmeistari TR, við Alexander Oliver.

A-flokkur

Úrslit 6 umferðar

Sjöunda umferð fer fram á miðvikudagskvöldið. Þá fara leikar að æsast því þrír efstu menn mætast innbyrðis í lokaumferðunum þremur. Alex and Hjörvar mætast í næstu umferð.

A-flokkur  á Chess-Result

Opinn flokkur

Benedikt Þórisson og Ingvar Wu gerðu jafntefli í gær. Mynd: DÓ.

Sjötta umferð fór fram í gær. Ingvar Wu Skarphéðinsson (1927) og Matthías Björgvin Kjartansson (1494) eftir með 5 vinninga. Mikil barátta um efsta sætið sem gefur keppnisrétt í a-flokki að ári.

Sjöunda umferð fer fram á miðvikudagskvöldið.

Röð efstu manna

 

- Auglýsing -