Frá Skákþingi Garðabæjar. Mynd: Páll Sigurðsson.
FIDE-meistarinn Dagur Ragnarsson (2352) og stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2563) urðu jafnir og Skákþingi Garðabæjar sem lauk í gær. Þeir unnu báðir í lokaumferðinni. Dagur vann Sigurjón Haraldsson (1841) en Hjörvar lagði skákmeistara TR, Alexander Oliver Mai (2158), að velli. Dagur og Hjörvar munu tefla til úrslita um titilinn.
Arnar Milutin Heiðarsson (2020), Sigurjón Haraldsson (1841) og Lenka Ptácníková (2070) urðu í 3.-5. sæti með 4½ vinning.
Lokastaða efstu manna
- Auglýsing -