Skáksamband Íslands mun dagana 25.-30. október standa fyrir Heimsmeistaramóti í Fischer-slembiskákmóti í Hótel Natura (áður Loftleiðum).  Athugið að mótið fer ekki fram í Parliament Hótelinu eins og upphaflega var stefnt að.

Meðal keppenda eru Magnús Carlsen, Hikaru Nakamura og Wesley So.

Framkvæmdin er gríðarlega umfangsmikil. Skáksambandið leitar um þessar mundir að sjálfboðaliðum til að starfa við mótið. Sjálfboðaliðarnir munu m.a. vinna  móttöku keppenda, vörslu verðmæta, uppsetningu og frágang, upplýsingagjöf, öryggisgæslu og önnur verkefni. .
Skáksambandið mun leggja mikla áherslu á góðan aðbúnað sjálfboðaliða. Þeir munu fá góða leiðsögn og þjálfun svo störfin verði sem auðveldust að vinna.
Þeir sjálfboðaliðar sem taka 3 vaktir eða fleiri fá boð á lokhóf mótsins og veglega gjöf frá Skáksambandinu að móti loknu.

Skáksambandið hvetur fólk á öllum aldri til að skrá sig sem sjálfboðaliða og taka þátt í því skákævintýri sem framundan er.

Viltu slást í hópinn?

- Auglýsing -