Vignir tekur við verðlaunagripnum úr hendi Halldórs Grétars. Mynd: IEB
Alþjóðlegi meistarinn, Vignir Vatnar Stefánsson, er skákmeistari Kópavogs 2022 eftir grjótharða baráttu um helgina.
Vignir og Guðmundur Kjartansson urðu efstir og jafnir með 5½ vinning en Guðmundur endaði fyrir ofan Vigni á oddastigum.
Guðmundur er því sigurvegari mótsins en þar sem hann er ekki með lögheimili í Kópavogi og Vignir telst því skákmeistari Kópavogs.
Í 3-5. sæti voru þeir  FIDE-meistararnir Dagur Ragnarsson og Halldór Grétar Einarsson og ungstirnið Ingvar Wu Skarphéðinsson með 5 vinninga.
Aukaverðlaunahafar
U2000: Ingvar Wu Skarphéðinsson
U1600: Birkir Hallmundarson
Meðfylgjandi eru fimm efstu borð mótsins í 4.-7. umferð.

 

- Auglýsing -