Þriðjudagskvöldið 22. nóvember fer fram fyrri undankeppnin á Íslandsmótinu í Fischer-slembiskák á Barion Mosó þar sem öllum er velkomið að taka þátt.
Tefldar verða sjö umferðir með tímamörkunum 10+5.

Tveir efstu í mótinu tryggja sér sæti í úrslitum sem fram fara helgina 26.-27. nóvember.
Mótið hefst 20.00

Verðlaun í fyrri undankeppni:
1. 50.000 krónur
2. 30.000 krónur
3. 20.000 krónur
U2000: 10.000 kr gjafabréf á Barion Mosó
U1600: 10.000 kr gjafabréf á Barion Mosó

Nú þegar eru margir af sterkustu skákmönnum landsins skráðir í undanrásirnar.
Þátttakendur eru hvattir til að mæta tímanlega og jafnvel að mæta fyrr og fá sér kvöldmat á Barion Mosó!

Keppendalisti eins og staðan er núna í úrslitum:
1. GM Helgi Áss Grétarsson (boð Chess After Dark)
2. GM Hjörvar Steinn Grétarsson (boð Chess After Dark)
3. GM Jóhann Hjartarson (boð Chess After Dark)
4. IM Vignir Vatnar Stefánsson (boð Chess After Dark)
5. Fyrsta boðssæti SÍ?
6. Annað boðssæti SÍ?
7. Fyrsta sæti í fyrri undanrásum á Barion Mosó?
8. Annað sæti í fyrri undanrásum á Barion Mosó?
9. Fyrsta sæti í seinni undanrásum á Chess.com?
10. Annað sæti í seinni undanrásum á Chess.com?

Skráning í seinni undanrásir sem fram fara á Chess.com á fimmtudagskvöld, hefst í hádeginu á miðvikudag.

- Auglýsing -