Verðlaunahafar í u2000 og u1600 ásamt mótshöldurum. Mynd: IÞJ

Fyrri undanrásir fyrir Íslandsmótið í Fischer-slembiskák fóru fram í gærkvöldi.  30 keppendur tóku þátt og var um helmingur keppenda titilhafar.

Mótið heppnaðist einkar vel og er Barion Mosó að festa sig í sessi sem einn besti staður fyrir mótahald á landinu!

Hjörvar Steinn og Vignir Vatnar urðu efstir og jafnir með 6 vinninga og tefldu þeir upp á sigur í mótinu í Armageddon skák þar sem Hjörvar hafði sigurinn.

Í 3-5 sæti voru Helgi Áss, Þröstur Þórhalls og Sigurbjörn Björnsson með 5 vinninga.

Þar sem þrír efstu keppendurnir voru komnir með boðssæti í úrslitin (Hjörvar,Vignir og Helgi Áss) fara Sigurbjörn Björnsson og Þröstur Þórhallsson áfram í úrslitin.

 

Aukaverðlaunahafar:

  • U2000: Arnar Milutin
  • U1600: Mikael Bjarki

Skráning er hafin fyrir seinni undanrásir sem fara fram á Chess.com (Team Iceland)

Skráningarform (Athugið að skrá sig þarf líka á Chess.com)

Keppendalisti eins og staðan er núna í úrslitum:
1. GM Helgi Áss Grétarsson (boð Chess After Dark)
2. GM Hjörvar Steinn Grétarsson (boð Chess After Dark)
3. GM Jóhann Hjartarson (boð Chess After Dark)
4. IM Vignir Vatnar Stefánsson (boð Chess After Dark)
5. IM Jón Viktor Gunnarsson (boð Skáksambands Íslands)
6. Annað boðssæti SÍ? (tilkynnt í dag)
7. FM Sigurbjörn Björnsson (fyrri undanrásir)
8. GM Þröstur Þórhallsson (fyrri undanrásir)
9. Fyrsta sæti í seinni undanrásum á Chess.com?
10. Annað sæti í seinni undanrásum á Chess.com?

Linkur á mótið: https://www.chess.com/play/tournament/3548832?fbclid=IwAR2mNAHortQ9ZAqQxUPc7pFOGnHrARcMi_qXCEfNCkwn68Zej1xiraMYizY

Skráning hefst klukkutíma fyrir mót.

Keppendur verða að „joina“ klúbbinn Team Iceland, linkur hér: https://www.chess.com/club/team-iceland?fbclid=IwAR0fX03pEYn8HFE3YfhDpz7MJ3yFZLMSlK7L1H1YDBOkt_MhBBsIeVXcVe0

Chess After Dark sýnir beint frá mótinu ásamt góðum gestum á Twitch síðu sinni, sjá hér: https://www.twitch.tv/chessafterdark

 

- Auglýsing -