Vignir Vatnar og Benedikt Briem eru á toppnum ásamt Aleksandr.

Gríðarleg spenna er á Skákþingi Reykjavíkur. Þrír skákmenn eru efstir og jafnir með 5 vinninga eftir sjöttu umferð sem fram fór í gær. Það eru alþjóðlegi meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2458), FIDE-meistarinn Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2352) og Benedikt Briem (2100).

Staðan eftir sjöttu umferð

Vignir vann forystusauðinn Arnar Milutin Heiðarsson (2032), Aleksandr lagði nafna sinn Alexander Oliver Mai (2119) að velli og Benedikt hafði afar laglegan sigur á Davíð Kjartanssyni (2293).

Úrslit sjöttu umferðar

Sjöunda umferð fer fram á sunnudaginn. Tengill á pörun verður birt þegar hún liggur fyrir.

- Auglýsing -