Skákhátíðinni í Kragerö lauk fyrir skemmtu með níundu og síðustu umferð. Alþjóðlegi meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2466) varð efstur íslensku keppendanna en hann hlaut 6 vinninga.

Dagur Ragnarsson (2343) gerði jafntefli við norska alþjóðlega meistarann Frode Elsness (2475) í lokaumferðinni og tryggði sér með því sinn þriðja og síðasta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli! Verður væntanlega útnefndur í apríl. Dagur hlaut 5½ vinning.

Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2336) hlaut 5 vinninga, Stefán Bergsson (2170), Benedikt Briem (2096) og Stephan Briem (2141) hlutu 4½ vinning.
Gauti Páll Jónsson (2047) hlaut 3½ vinning, Lenka Ptácníková (2113) og Ingvar Wu Skarphéðinsson (1867) 3 vinninga og Adam Omarsson (1843) 2½ vinning.
Alls tóku 102 skákmenn þátt í a-flokki.
Í b-flokki varð Iðunn Helgadóttir (1690) efst íslensku keppendanna með 6 vinninga. Jósef Omarsson (1698) og Unnar Ingvarsson (1717) fengu 5 vinninga og Erlingur Jensson (1583) hlaut 4 vinninga.
Alls tóku 64 skákmenn þátt í b-flokki.
- Heimasíða mótsins
- Facebook-síða mótsins
- Úrslitaþjónusta
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 9 og 14:30)














