Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2521) hefur byrjað afar vel á alþjóðlegu móti í Przeworsk í Póllandi. Í gær voru tefldar tvær umferðir og vann tvö „undrabörn“.

Annars vegar pólska FIDE-meistarann Pawel Swinski (2313), sem er 13 ára, og hins vegar enska alþjóðlega meistarann Shreyas Royal (2427) sem er 14 ára.

Hannes hefur byrjað afar vel á mótinu og hefur fullt hús að loknum þremur umferðum. Fjórða umferð fer fram í dag.

Þátt taka 10 skákmenn, og tefla allir við alla. Þar af eru þrír stórmeistarar. Hannes er þriðji í stigaröð keppenda. Meðalstigin eru 2451 skákstig.

———–

FIDE-meistarinn Sigurður Daði Sigfússon (2279) er meðal keppenda á EM öldunga sem fram fer í Acqui Terme á Ítalíu. Hann hefur 3 vinninga að loknum fimm umferðum. Alls eru tefldar níu umferðir.

Daði hefur eingöngu teflt við Ítala en það breytist í dag þegar hann teflir við FIDE-meistara frá Mónakó.

Í flokki Sigurðar Daða (50+) eru 80 keppendur frá 25 löndum. Þar af eru 5 stórmeistarar og 7 alþjóðlegir meistarar. Daði er tíundi í stigaröð keppenda.

———–

Í dag hefst alþjóðlegt skákmót í Munchen í Þýskalandi. Meðal keppenda eru Guðmundur Kjartansson (2402) og, Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2338).

- Auglýsing -