Andrey Prudnikov hefur látið taka eftir sér á skákmótum að undanförnu með góðum árangri. Miðbæjarskák hélt Skákmót Laugardalslaugar fjórða árið í röð þann 18. júní síðastliðinn og mættu 23 skákmenn til leiks. Andrey varð efstur með átta vinninga úr níu skákum og fékk að launum 20 sundmiða sem gilda í allar laugar Höfuðborgarsvæðisins. Næstir urðu með sjö vinninga: Gauti Páll Jónsson, Ingvar Wu Skarphéðinsson og Dagur Ragnarsson, í þessari röð samkvæmt oddastigum. Annað og þriðja sæti fengu 10 sundmiða að launum. Töluvert var um miklar hraðskákstigahækkanir á mótinu. Andrey hækkaði um 60 stig, Ingvar Wu um 98 og Birkir Hallmundarson um 92 stig. 

Undanfarið hefur einungis verið teflt utandyra, bæði undir súð og undir beru lofti. Að þessu sinni rigndi þannig hluti mótsins fór fram við ágætis aðstæður í gömlu afgreiðslunni, þar sem er ágætis pláss til taflmennsku. Skákmót Laugardalslaugar var því að þessu sinni inni- og útiskákmót!

Skipuleggjandi mótsins var Gauti Páll Jónsson og skákstjóri Daði Ómarsson. Hægt er að skoða öll úrslit mótsins á chess-results

Myndirnar sem hér fylgja tók Rúnar Sigurðsson skákmaður, sem einnig tefldi í mótinu.

Andrey Prudnikov og FM Dagur Ragnarsson
Arnljótur Sigurðsson teflir við Ingvar Wu Skarphéðinsson
Óskar Maggason og Hjálmar Sigurvaldason
Iðunn Helgadóttir teflir við Jón Stein Elíasson
Eiríkur Björnsson teflir við sigurvegara mótsins, og Benedikt Þórisson teflir með hvítt gegn Adam Omarssyni
Það sést að Sigurbjörn Hermannsson drekkur kristal, í skák sinni gegn Stefáni Bergssyni
- Auglýsing -