Skákveislan er hafin í Baku, Azerbaijan! 206 keppendur hófu leik í opnum flokki og 103 í kvennaflokki. 50 stigahæstu sitja hjá í fyrstu umferð og 25 stigahæstu í kvennaflokki.
Fyrri kappskákin í einvígjum fyrstu umferðar fór fram í dag. Alltaf er eitthvað um óvænt úrslit og áhugaverðir skákmenn til að fylgjast með.
Tyrkir hafa verið vaxandi skákþjóð á þessari öld og virðist mikið og sterkt starf þeirra vera að skila sér í fleiri og fleiri stórmeisturum. Hinn 14 ára Ediz Gurel virðist vera mikið efni. Hann er alþjóðlegur meistari og státar af 2500 elóstigum. Ediz er yngsti keppandi mótsins í opnum flokki.

Gurel hafði hvítt gegn Serbanum sterka Velimir Ivic (2590). Flétta Tyrkjans vakti athygli heimsmeistarans fyrrverandi, Viswanathan Anand.
14 year old Ediz Gürel playing White against Serbian Grandmaster Velimir Ivić. Black has played 21…Bxc5. Can you see White's winning continuation here?#FIDEWorldCup @FIDE_chess pic.twitter.com/1foV3dNYh8
— Viswanathan Anand (@vishy64theking) July 30, 2023
Bxh7 fórnin virkar svo sannarlega hér og það er það sem að Tyrkinn lék. Skákin öll hér að neðan:
Þjóðverjinn Nicolas Huscenbeth fékk smá æfingu í taktík eftir 34…d5?? gegn alþjóðlegum meistara frá Madagasar Antenaina Rakotomaharo
35.Dxh6!! og gefið!
Stærsta „upsetið“ var líklega sigur Gianmarco Leiva (2374) frá Perú sem lagði fyrrum Evrópumeistarann Anton Demchenko (2623) að velli. Perúmaðurinn tefldi eins og það væri hann sem væri reyndi stórmeistarinn! Tæknilegur sigur í endatafli eftir að hafa unnið peð í miðtaflinu.
Mongólinn Ganzorig Amartuvshin (2407) vann einnig mjög góðan sigur á 2600 stiga skákmanni, Eduardo Iturrizaga. Gengis Khan hefði verið stoltur af sleggjunum sem Amartuvshin var að lenda í lok þessarar skákar!

Okkar maður, Deng frá Suður-Súdan varð að lúta í dúk í sinni skák.
Mikið var um jafntefli en að öðru leiti voru úrslit mikið til eftir bókinni, sá stigahærri vann. Stigahæstu menn mæta svo til leiks 2. ágúst þegar 128-manna úrslit hefjast.
Pælingar GM Alex Colovic um mótið
Kvennamegin voru úrslit einnig mikið til eftir bókinni en mikið um jafnar viðureignir þar sem allt getur gerst.
Eline Roebers náði flottum leik í sinni skák
36.Hxd5!! skákin á e7 og veikt borð gerir það að verkum að svarta staðan hrynur.
- Heimasíða mótsins
- Beinar útsendingar Chess.com | kvenna (skákir hefjast 11:00)
- Beinar útsendingar lichess | Kvenna













