Íslenskir krakkar í Skákskóla Íslands tefldu í gær vináttukeppni á netinu gegn bandarískum krökkum. Bandarísku krakkarnir eru frá Washingtonborg og mögulega er þetta vísir að einhverju frekara samstarfi þar á milli.

Keppt var með Arena fyrirkomulagi á skáksíðunni Lichess.org. Fyrirkomulagið er þannig að teflt er í ákveðinn tíma, í þetta skiptið 90 mínútur og tefla krakkarnir samkvæmt tölvuröðun við leikmann úr liði andstæðingana sem er laus. Tímamörk voru 7+3 á skák. 10 efstu menn í liðunum gildi svo í skorið, sést þetta betur á lichess-síðu mótsins.

Íslensku krakkarnir sem tefldu í Skákskólanum í gær voru: Gunnar Erik Guðmundsson, Mikael Bjarki Heiðarsson, Iðunn Helgadóttir, Guðrún Fanney Briem, Birkir Hallmundarson, Örvar Hólm Brynjarsson, Markús Orri Jóhannsson, Þorsteinn Jakob Þorsteinsson, Sigurbjörn Hermannsson og Sigurður Páll Guðnýjarson.

Í íslenska liðið vantaði nokkra sterka pósta sem forfölluðust eða áttu ekki heimangegnt, þar á meðal Benedikt Briem, Ingvar Wu Skarphéðinsson, Benedikt Þórisson og Omarssynir svo einhverjir séu taldir til. Bandaríska liðið var því sterkara á pappírnum og sönnuðu það á borðinu. Fyrir sigur voru 2 stig og 1 stig fyrir jafntefli. Fóru leikar þannig að bandarískka liðið US Chess Center Pine hlaut 75 stig en íslenska lið Skákskólans hlaut 47 stig.

Hæst í íslenska liðinu voru Sigurbjörn Hermannsson með 8 stig og svo Gunnar Erik og Iðunn með 7 stig.

Nánar á lichess síðu mótsins

Guðrún Fanney átti flottasta „slúttið“

34.Dxh6+! gxh6 35.Hh7#

- Auglýsing -