Íslandsmót stúlknasveita fór fram í Stúkunni við Kópavogsvöll í gær. Keppt var í þremur flokkum, 1-2. bekkur, 3-6. bekkur og 7-10. bekkur. Yfir 90 stelpur mættu til leiks, stórgóð þátttaka í stórhríðinni!

1-2.bekkur

Landakotsskóli varð hlutskarpastur í yngsta flokknum. Barnaskólinn í Reykjavík fékk jafnmarga vinninga en Landakotsskóli hafði betur á oddastigum. Rimaskóli endaði í þriðja sæti.

3-5. bekkur

Á miðstiginu varð Smáraskóli hlutskarpastur, Rimaskóli í öðru sæti og Hvaleyrarskóli c-sveit í þriðja sætil

6-10. bekkur

Rimaskóli hafði mikla yfirburði í elsta flokknum og röðuðu sveitir skólans sér í þrjú efstu sætin. A-sveitin varð meistari. Gott starf hjá Fjölni að skila sér í kvennaskákinni!

Chess-Results | 1-2. bekkur | 3-5. bekkur | 6-10. bekkur

- Auglýsing -