Skáksamband Íslands eflir til fræðslufunda í Hörpu meðan á Reykjavíkurskákmótinu stendur yfir.

Fræðslufundirnir verða tveir og munu fara fram sunnudaginn 17. mars í hliðarsal hliðina á skáksalnum.

Fyrri fundurinn mun fjalla um skákkennslu byrjenda. Farið verður yfir ýmis atriði eins og skákleiki ýmis konar, skipulag kennslustundar/skákæfingar og hópstjórnun. Seinni fundurinn er um mótahald og skákreglur og hentar vel þeim sem standa fyrir hvers konar mótahaldi og/eða vilja fikra sig áfram í átt að því að verða viðurkenndir skákdómarar með dómararéttindi. Til að öðlast slík réttindi þarf að fara á þar til gerð FIDE-námskeið.

Þátttaka í síðari fundinum gefur NA-réttindi.

Fyrri fundurinn fer fram milli 11:00 – 11:50 og seinni milli 12:00 og 12:50 um það bil.

Skráningaform

Þátttaka er ókeypis.

Kennarar verða m.a. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Stefán Bergsson, Björn Ívar Karlsson og Gunnar Björnsson.

- Auglýsing -