Íslandsmót grunnskólasveita (8.-10. bekkur) fór fram sunnudaginn, 14. apríl í Rimaskóla.  Lindaskóli vann það mót einnig en þurfti að hafa mun meira fyrir hlutunum því Vatnsendaskóli veitti þeim samkeppni um gullið. Lindaskóli hlaut 25 vinninga.

Vatnsendaskóli varð í öðru sæti með 23 vinninga.

Rimaskóli varð í þriðja sæti með 17 vinninga.

Reykholtsskóli var bestur landsbyggðarsveita,

Flúðaskóli hlaut silfrið

Grunnskólinn í Stykkishólmi hlaut bronsið.

Vatnsendaskóli var bestur b-sveita

og Rimaskóli bestur c-sveita.

Alls voru 22 lið með á mótinu sem er prýðisþátttaka í þessu móti. Ángæjulegt að sjá fjórar landsbyggðarsveitir.

Sveit Íslandsmeistara Lindaskóla skipuðu

  1. Sigurður Páll Guðnýjarson
  2. Engilbert Viðar Eyþórsson
  3. Birkir Hallmundarson
  4. Örvar Hólm Brynjarsson
  5. Nökkvi Hólm Brynjarsson

Liðsstjóri var Arnar Milutin Heiðarsson.

Lokastaðan á Chess-Results

Eftitaldir hlutu árangursverðlaun á mótinu.

 

Skáksambandið þakkar liðsstjórum og keppendum frá ákaflega vel heppnað mót. Rimaskóli fær sérstakar þakkir fyrir að lána húsnæðið.

Skákstjórar voru Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Róbert Lagerman, Daði Ómarsson, Hrund Hauksdóttir og Elín Edda Jóhannsdóttir.

Beðist er velvirðingar á því hversu dregist hefur að birta fréttina.  Að loknum nokkrar myndir frá vettvangi.

- Auglýsing -